Velkomin í höfuðstöðina

Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur

Höfuðstöðin

Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.

Hittumst í Höfuðstöðinni

Hittumst í Höfuðstöðinni

Í Höfuðstöðinni er kaffihús & bar með sólpalli og útileikföngum fyrir börnin, hönnunarverslun og viðburðarsalur. 

Súpa & SÝNING

4.900 kr á Mann

Happy Hour & SÝNING

*Áfengur og óáfengur í boði

3.700 kr á Mann

jólahlaðborð

Við höfum hafið bókanir fyrir Jólahlaðborð Höfuðstöðvarinnar. Fullkomið tækifæri til að fagna með vinnunni, vinum eða fjölskyldunni í einstöku umhverfi.

Forréttir
Jóla graflax marineraður í rauðrófum & engifer með piparrótarrjóma
Sinneps- & jólasíld
Heitreykt villigæsabringa með cumberland sósu
Villibráða paté
Skelfisk terrine með kavíar kampavínssósu

Aðalréttir
Nautalund Wellington
Hunangs & dijon hjúpuð kalkúnabringa
Purusteik
Eplasalat, pommes anne & gljáðum kartöflum, rótargrænmeti, rauðkál, ferskt salat, villisveppasósa & bearnaise

Eftirréttir
Súkklaðimús með hindberjum
Creme brûlée

Drykkir
Þrír drykkir per mann innifaldir Kaffi & te

Aðstaða
Hópurinn fær salinn út af fyrir sig Þjónusta & þrif innifalið Aðgengi að Chromo Sapiens sýningu

Verð
Frá 17.900 - 19.900kr. p/m eftir stærð hópa frá 35 - 110 manns.
Ef um er að ræða færri en 35 manns sendið fyrirspurn til að fá tilboð.
Fyrir bókanir og frekari upplýsingar sendið tölvupóst á info@hofudstodin.com.

Salur fyrir viðburði

Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:

Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.

LEGO PRRENTVERK SMIÐJA

Viltu gera handgerða jólagjöf? Miðvikudaginn 8. okt verðum við með skapandi prentsmiðju þar sem við notum flata LEGO kubba til að búa til einstök prentverk. Kubbar eru raðaðir til að skapa mynstur, málað er yfir og þrýst á pappírinn. Þú tekur heim fimm persónuleg prentverk sem geta verið skemmtilegar gjafir fyrir vini eða fjölskyldu. Innifalið er:

1 x A3 sýrufrír prent pappír 

2 x A4 sýrufrír prent pappír

2 x gjafakort með umslögum

1 x hólkur fyrir prentverkin
1 x drykkur á barnum
Allur efniviður
Verð per mann 8.900kr.

Listasmiðjur á laugardögum

Höfuðstöðn er með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Smiðjurnar okkar eru sjálfstýrðar og bjóða því fjölskyldum að eyða tíma saman og tengjast yfir sköpun og samveru.


Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar okkar og skráning er óþörf. Smiðjurnar standa allan daginn á auglýstum tíma og hægt er að mæta hvenær sem er á því tímabili. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:

Prjóna samvera

Miðvikudaginn 1. okt frá kl. 19 - 21 verðum við með Prjónasamveru í Höfuðstöðinni. Komdu með prjónana þína og njóttu samveru í góðum félagsskap. Við prjónum, spjöllum og eigum notalega stund saman. Eldhúsið verður opið og hægt er að fá sér súpur, samlokur, vöfflur og fleira. Einnig verða happy hour tilboð á barnum.

Natura knitting verður með hið geysivinsæla Scout og Camper frá Kelbourne Woolens til sölu, ásamt miklu úrvali af hágæða garni frá vörumerkjum einsog WoolDreamers, BC garn, Kremke og handlituðu garni frá Natura knitting.

Prjónamerkja barinn verður aðsjálfsögðu á staðnum ásamt góðu úrvali af fylgihlutum. Einnig verður takmarkað upplag af jóladagatölum ársins 2025 til sölu á sérstökum forsölu verðI.

Verð per mann er 1.500kr. I
nnifalið er einn drykkur.

Allir eru velkomnir og engin hæfni er þörf, allir gera sín eigin prjónaverkefni.

Vinakvöld fyrir karlmenn

Miðvikudaginn 24. sept frá kl. 19 - 21 verðum við með Kvöld fyrir Karlmenn í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað mönnum frá aldrinum 25 ára og upp, sem langar að kynnast nýjum vinum og skapa tengingar. Á staðnum verða spil, píla og önnur afþreying þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og því fullkomið tækifæri til að spjalla og kynnast. Verð per mann er 2.900kr. og innifalið er einn drykkur á barnum og afþreying.

GERÐU ÞINN EIGIN MINJAGRIP

Upplifðu einstöku innsetninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Gestir ganga inn í verkið sem homo sapiens og er boðið að tengjast sínu innra landslagi með örvun skynfæranna, þar sem áfangastaður ferðalagsins er sjálfið. Þegar gengið er út úr verkinu hefur áhorfandinn umbreyst í Chromo Sapiens. Að heimsókn lokinni geturðu búið til þinn eigin minjagrip til að taka með heim.

Við notum aðeins hágæða enamel málningu við gerð minjagripanna og þú getur valið á milli keramík glasamottu eða skartgripaskál. Minjagripinn tekur þú með þér heim strax ásamt leiðbeiningum um hvernig á að meðhöndla hann.

Listasmiðjur fyrir hópa

Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um:

Frístunda & Skólahópar

Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og gerið listasmiðju út frá sýningunni:

Opnunartímar


VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17